sunnudagur, 18. júlí 2010

Sól, sól, sól

Þetta er búin að vera alveg yndisleg vika og hefur liðið eins og örskot.

Ég hef bæði fundið mér tíma til að dundast eitthvað sjálf og svo hef ég líka tekið mig verulega á í félagslegri þáttum.
Þó ég hafi ekki verið neitt svakalega dugleg í vikunni að gera handavinnu þá hef ég lesið þeim mun meira, sólað mig frá morgni til kvölds (hja svona um það bil), hitt fólk, farið á kaffihús, í afmæli og í prjónaklúbb.
Ótrúlega aktív.

En í morgun er ég búin að vera heima að snuddast. Ein.
Stóri drengurinn er að vinna (eins og alla daga) og hin þrjú eru niðri í Kópavogsdal og taka þátt í Símamóti með einum eða öðrum hætti.

Og ég er komin í bikiníið og sest út á pall - með andlitið í sólina.
Alveg guðslifandifegin að hafa öll þessi tré sem skapa skjól fyrir vindi og nágrannaaugum.

Engin ummæli: