Það var ótrúlegt hvað það rættist úr veðrinu í morgun.
Fyrst var skýjaslæða yfir öllu en smá saman varð himininn nær alveg heiður og hitastigið fór bara upp á við.
Við komum okkur vel fyrir úti með bækur -og gott kaffi í seilingarfjarlægð.
Og ég er þvílíkt ánægð með fjarsýnissólgleraugun mín.
Ég er að lesa bókina Enzo sem á að taka fyrir í næsta prjónlesklúbbi.
Dálítið skrítin bók. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um hana og bíð spennt eftir því að heyra hvað hinar stelpurnar segja.
Í hádeginu var okkur boðið í bröns.
Á risastórum svölum á þriðju hæð - með útsýni yfir allan bæ.
Veðrið var alveg frábært, maturinn æðislegur og fólkið skemmtilegt.
Við gleymdum okkur alveg og sátum í marga tíma.
Þetta getur bara ekki verið betra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli