mánudagur, 5. júlí 2010

Með tár í augum

Undanfarna daga hef ég verið að hekla dúllur.
Sem áttu að verða að púða.
Sumarlegum púða í öllum litum.

Og í gærkveldi þegar framstykkið var tilbúið ákvað ég að skola það í volgu vatni - og laga það og slétta.

Og fékk svo áfall í morgun þegar ég sá ....
...haldiði að appelsínuguli liturinn hafi ekki 'lekið' og litað út frá sér.

Ég gæti sko grátið.

Engin ummæli: