sunnudagur, 4. júlí 2010

Nærbolaprjón

Ég pantaði mér ullargarn frá J.C Rennie í Skotlandi í vor.
Æðislegt garn, 900 grömm af 100 % shetlandsull.

Ullin kemur á stórum spólum, óþvegin og angandi af ... ja ég veit ekki hverju - einhvers konar olíu kannski.

Þetta er svakalega skemmtilegt efni að vinna með.
En ég var dálítið óheppin með litinn.
Ekki alveg litur fyrir mig.
Sem var þó meiningin þegar ég pantaði.
Þetta reyndist dálítið babylegt.

Ég ákvað að prófa að prjóna nærbol.
Fitjaði upp 120 lykkjur.
Prjónaði 25 cm (held ég), felldi af 8 undir ermi og fitjaði svo upp 32 fyrir axlarstykki.
Felldi af í annarri hverri umferð með laskaúrtöku.

Nú verður spennandi að sjá hvernig bolurinn nýtist - garnið er auðvitað töluvert snarpara en babyullin sem ég hef áður notað. Og svo má alls ekki þvo hann í vél.

Engin ummæli: