fimmtudagur, 1. júlí 2010

1. júlí

Í dag rignir eins og hellt sé úr fötu.
Himnarnir hafa opnast.
Það er skítaveður.

Fína gistiherbergið er í útihúsi með oggu litlum glugga -og veggir og gólf eru ekki einangruð.
Og í herberginu er bæði rakt og skelfilega kalt.

Í dag er akkúrat eitt ár frá því að mamma dó.
Kannski er fyrsta 'dánarafmælið' erfiðast.
Ég veit það ekki.

(Er annars til annað orð en dánarafmæli. Það hljómar svolítið bjánalega. - Maður tengir afmæli við eitthvað gleðilegt.)

En mamma hefur verið rosalega sterk í huganum hjá mér í dag og undanfarna daga.

Og í dag er Ingó umsjónarmaður og fylgir liðinu.
Og ég er ein að vorkenna sjálfri mér.

Mér er kalt.
Ég er með höfuðverk.
Mér er illt í maganum.
Mér er óglatt.

Asi keppir þrjá leiki í dag.
Og þrisvar harka ég af mér og mæti upp á völl.

Engin ummæli: