Ég reyni að fylgjast með leikjum míns liðs eins vel og hægt er og halda einbeitingu út allan leikinn.
Sem tekst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá.
Svona oftast nær að minnsta kosti.
Smá einbeitingarleysi, þar sem ég stúderaði klæðaburð foreldra - veðrið eða eitthvað annað, hefur samt haft af mér mörk.
Ég er eiginlega best á klukkunni.
Ég er alltaf með það alveg á hreinu hvað margar mínútur eru eftir af leiknum.
Og get sko alltaf svarað því hvað leiktímanum líður- þó ég sé kannski ekki alveg viss hvernig markatalan er eða hvort liðið sé að vinna.
Eitt er það sem ég þarf að æfa mig í er lingóið sem tilheyrir boltanum.
Ég dáist mjög að þeim sem geta hrópað gáfulegar og uppbyggilegar athugasemdir sem hvetja leikmenn og hafa mögulega áhrif á gang leiksins.
Og ég legg mig alla fram við að læra viðeigandi orð og setningar.
Á þessu móti hef ég lært eftirfarandi:
preeessa
maður - maður
berjast
koma svo
ákveðinn
rólegur
vel gert
spila strákar
Og strákarnir standa sig eins og hetjur þrátt fyrir hróp og köll foreldranna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli