föstudagur, 30. júlí 2010

Mmmm

Ég elska carpaccio.
Og hef alltaf haldið að það væri aðeins á færi alfærustu matreiðslumanna að útbúa það - en ekki okkar venjulega fólksins.
Og hef borgað morð fjár fyrir þennan rétt á veitingastöðum.

En nú er ég búin að finna leið.
Á bændamarkaði Frú Laugu á Laugalæknum er hægt að kaupa carpaccio í neytendaumbúðum.
Fyrir sáralítinn pening.

Maður þarf ekkert að gera nema setja það á diska.
Ja setja kannski smá olíu, salt og pipar.
Og parmesan. Mikið af honum.

Og svo bara njóta.

Engin ummæli: