... og hiti og Akureyri skartar sínu fegursta.
Asi átti ekki leik fyrr en undir kvöld - þannig að við spókuðum okkur bara í bænum.
Þetta verður fín vika.
miðvikudagur, 30. júní 2010
þriðjudagur, 29. júní 2010
Akureyri enn á ný
Aftur er stefnan tekin á Akureyri.
Asi er að fara á N1-fótboltamót - eins og nær allir 11 og 12 ára strákar á Íslandi.
Og við förum að sjálfsögðu með.
Við ætlum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og erum búin að panta gistingu á vel staðsettu gistiheimili.
Við nennum sko ekki að kúldrast í tjaldi, í vosbúð og kulda.
Onei.
Tengdamamma ætlar að vera okkur samferða en hún er að fara að heimsækja skyldfólk í Þingeyjarsýslunni.
Asi er að fara á N1-fótboltamót - eins og nær allir 11 og 12 ára strákar á Íslandi.
Og við förum að sjálfsögðu með.
Við ætlum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og erum búin að panta gistingu á vel staðsettu gistiheimili.
Við nennum sko ekki að kúldrast í tjaldi, í vosbúð og kulda.
Onei.
Tengdamamma ætlar að vera okkur samferða en hún er að fara að heimsækja skyldfólk í Þingeyjarsýslunni.
sunnudagur, 27. júní 2010
Algjörlega óvænt
laugardagur, 26. júní 2010
Garðurinn
Jarðarberjaplöntur, kál og kartöflugrös hafa vaxið heilmikið - og ég er aðeins búin að vera viku í burtu.
Og sírenan ilmar - í fullum blóma.
föstudagur, 25. júní 2010
Komin heim
Vöknuðum í morgun í þessari líka svaka blíðu.
(Gula fíflið mætt.)
En við létum það ekki trufla okkur - enda áttum við að skila íbúðinni klukkan 12.
Tókum smá krók og skutluðum systurbarnabarni og mömmu þess út á Dalvík.
Keyrðum til baka.
Og kláruðum að þrífa, pakka í bílinn og skila lyklum.
Lögðum svo af stað heim á hádegi - í sól og 13 stiga hita.
Í Varmahlíð er skyldustopp.
Þar stoppa ég aaalltaf.
Og núna var hitinn kominn í 19 stig.
Í Varmahlíð fást líka þær bestu grilluðu samlokur sem sögur fara af.
Núna var bara stutt stopp - og samlokurnar voru teknar með í bílinn.
Öll ferðin heim gekk svakalega vel.
Og tók aðeins fimm tíma.
Þrátt fyrir stopp á öllum skyldustöðum.
Við erum bara nokkuð ánægð með okkur.
(Gula fíflið mætt.)
En við létum það ekki trufla okkur - enda áttum við að skila íbúðinni klukkan 12.
Tókum smá krók og skutluðum systurbarnabarni og mömmu þess út á Dalvík.
Keyrðum til baka.
Og kláruðum að þrífa, pakka í bílinn og skila lyklum.
Lögðum svo af stað heim á hádegi - í sól og 13 stiga hita.
Í Varmahlíð er skyldustopp.
Þar stoppa ég aaalltaf.
Þetta er svona forfeðratenging.
Og sólin í Skagafirði bregst ekki frekar en venjulega.Og núna var hitinn kominn í 19 stig.
Í Varmahlíð fást líka þær bestu grilluðu samlokur sem sögur fara af.
Núna var bara stutt stopp - og samlokurnar voru teknar með í bílinn.
Öll ferðin heim gekk svakalega vel.
Og tók aðeins fimm tíma.
Þrátt fyrir stopp á öllum skyldustöðum.
Við erum bara nokkuð ánægð með okkur.
fimmtudagur, 24. júní 2010
Skrítin reynsla
Eitt af því sem ég hef gert undanfarna daga er að fara í Te og kaffi í Eymundsson og fá mér frappó eða íste.
Maður getur eiginlega orðið háður þessu.
Frappóið hefur alltaf verið frábært rétt eins og frappó á að vera.
Ískalt með íshröngli.
Og þjónustan hefur verið fín.
Þar til í dag.
Þá klikkaði hvorutveggja.
Ég fékk kaffi - sem var vissulega kalt en lapþunnt og í þvi var ekki vottur af íshröngli.
Þetta var bara þunnt kalt kaffi, eins og maður hefði gleymt bollanum á borðinu.
Fyrst ætlaði ég bara að spyrja hvort þetta ætti að vera svona þunnt - þá sagðist sú í afgreiðslunni geta bætt smá klökum útí.
Mér leist ekkert á það. Sagði að þetta væri eiginlega bara kalt kaffi.
Þá fékk ég að vita með miklum þjósti og áherslum að frappó væri kalt kaffi.
(Sem er auðvitað alveg rétt - og ég vissi - en fram að þessu hefur það þó verið meira í líkingu við bæði væntingar mínar og mynd á auglýsingu. Og þetta kaffi stóðst engan veginn þær væntingar. )
Þá kom hinn á vaktinni inn í málið - og sagði að smekkur manna væri misjafn. Og þegar ég benti á myndina að þykka fína frappóinu sagði hann þau aldrei hafa afgreitt loklaust frappó.
Ég ákvað að láta þetta mál ganga lengra - og tók af þeim mynd til að láta fylgja með kvörtunarbréfi.
Þá ruku þau á mig og sögðu myndatökur bannaðar og heimtuðu að ég eyddi myndinni. Núna og fyrir framan þau.
Ég verð nú að játa að ég er í smá sjokki yfir viðbrögðunum.
Maður getur eiginlega orðið háður þessu.
Frappóið hefur alltaf verið frábært rétt eins og frappó á að vera.
Ískalt með íshröngli.
Og þjónustan hefur verið fín.
Þar til í dag.
Þá klikkaði hvorutveggja.
Ég fékk kaffi - sem var vissulega kalt en lapþunnt og í þvi var ekki vottur af íshröngli.
Þetta var bara þunnt kalt kaffi, eins og maður hefði gleymt bollanum á borðinu.
Fyrst ætlaði ég bara að spyrja hvort þetta ætti að vera svona þunnt - þá sagðist sú í afgreiðslunni geta bætt smá klökum útí.
Mér leist ekkert á það. Sagði að þetta væri eiginlega bara kalt kaffi.
Þá fékk ég að vita með miklum þjósti og áherslum að frappó væri kalt kaffi.
(Sem er auðvitað alveg rétt - og ég vissi - en fram að þessu hefur það þó verið meira í líkingu við bæði væntingar mínar og mynd á auglýsingu. Og þetta kaffi stóðst engan veginn þær væntingar. )
Þá kom hinn á vaktinni inn í málið - og sagði að smekkur manna væri misjafn. Og þegar ég benti á myndina að þykka fína frappóinu sagði hann þau aldrei hafa afgreitt loklaust frappó.
Ég ákvað að láta þetta mál ganga lengra - og tók af þeim mynd til að láta fylgja með kvörtunarbréfi.
Þá ruku þau á mig og sögðu myndatökur bannaðar og heimtuðu að ég eyddi myndinni. Núna og fyrir framan þau.
Ég verð nú að játa að ég er í smá sjokki yfir viðbrögðunum.
miðvikudagur, 23. júní 2010
Greifinn
Fórum út að borða á Greifanum áðan.
Þrír fengu sér salat.
Og einn pizzu.
Allt var æðislega gott.
Fínn staður.
Og fullur af fólki.
Á eftir ætla strákarnir í bíó (sem er eitt af 'to do' listanum) en við sækjum systurbarnabarnið og mömmu þess út á flugvöll.
Þær mæðgur ætla að gista hjá okkur í nótt.
Plís plís komiði með sólina með ykkur.
Þrír fengu sér salat.
Og einn pizzu.
Allt var æðislega gott.
Fínn staður.
Og fullur af fólki.
Á eftir ætla strákarnir í bíó (sem er eitt af 'to do' listanum) en við sækjum systurbarnabarnið og mömmu þess út á flugvöll.
Þær mæðgur ætla að gista hjá okkur í nótt.
Plís plís komiði með sólina með ykkur.
Meira af degi fimm
Svei mér þá - ég held að nær allar konur á Akureyri séu óléttar.
Þær eru allar á steypinum.
Og eiga allar að eiga í júlí.
Þær sem ekki eru óléttar eru a) túristar eða b) komnar úr barneign.
Við systur erum túristar vel að merkja.
Þær eru allar á steypinum.
Og eiga allar að eiga í júlí.
Þær sem ekki eru óléttar eru a) túristar eða b) komnar úr barneign.
Við systur erum túristar vel að merkja.
Dagur fimm
Það er ansi kalt hérna.
Og ég hefði betur tekið með mér föt fyrir svoleiðis veður.
Eða bara sokka.
Annars var smá sól í morgun.
Í kannski svona 19 mínútur.
En svo var það líka búið.
Og ég hefði betur tekið með mér föt fyrir svoleiðis veður.
Eða bara sokka.
Annars var smá sól í morgun.
Í kannski svona 19 mínútur.
En svo var það líka búið.
þriðjudagur, 22. júní 2010
Dagur fjögur
Halló sól.
Hvar ertu eiginlega?
Rólegur dagur.
Lesa, borða, sofa.
Já og HM.
Ég les bók sem gleypir mann þvílíkt.
Og er engan veginn viðræðuhæf.
Nema um það sem gerist í bókinni og fólkið þar.
Hún heitir 'Góða nótt yndið mitt' eftir Dorothy Koomson.
Og hún reynir þvílíkt á að ég var gjörsamlega búin þegar henni var lokið.
Þetta er bók sem ég mæli með en vara líka við.
Um miðjan dag tókum við pásu.
Fórum aðeins út og spókuðum okkur.
Á göngugötu og á Glerártorgi.
Við ætluðum líka í Lystigarðinn.
En það er ekki góð hugmynd fyrir fólk með gróðurofnæmi.
Garðurinn verður því að bíða aðeins.
Hvar ertu eiginlega?
Rólegur dagur.
Lesa, borða, sofa.
Já og HM.
Ég les bók sem gleypir mann þvílíkt.
Og er engan veginn viðræðuhæf.
Nema um það sem gerist í bókinni og fólkið þar.
Hún heitir 'Góða nótt yndið mitt' eftir Dorothy Koomson.
Og hún reynir þvílíkt á að ég var gjörsamlega búin þegar henni var lokið.
Þetta er bók sem ég mæli með en vara líka við.
Um miðjan dag tókum við pásu.
Fórum aðeins út og spókuðum okkur.
Á göngugötu og á Glerártorgi.
Við ætluðum líka í Lystigarðinn.
En það er ekki góð hugmynd fyrir fólk með gróðurofnæmi.
Garðurinn verður því að bíða aðeins.
mánudagur, 21. júní 2010
Dagur þrjú
Í dag er lengsti 'dagur' ársins.
En sólin hefur eitthvað gleymt sér.
Að minnsta kosti er hún hvergi sjáanleg.
Við dundum okkur.
Við lesum og strákarnir horfa á HM.
Í hádeginu fórum við á kaffihús.
Og fengum þær flottustu vöfflur sem sögur fara af.
Stórar, þykkar, með is og rjóma í miklu magni.
Með berjum og súkkulaðisósu.
Mmm ég fæ vatn í munninn bara af tilhugsuninni.
Á eftir fórum við í búðir.
Og Asi valdi sér (og fékk) gallabuxur.
Þær fyrstu sem hann eignast.
Hann er þvílíkur gæi.
Þetta er bara eins og að vera í útlöndum.
En sólin hefur eitthvað gleymt sér.
Að minnsta kosti er hún hvergi sjáanleg.
Við dundum okkur.
Við lesum og strákarnir horfa á HM.
Í hádeginu fórum við á kaffihús.
Og fengum þær flottustu vöfflur sem sögur fara af.
Stórar, þykkar, með is og rjóma í miklu magni.
Með berjum og súkkulaðisósu.
Mmm ég fæ vatn í munninn bara af tilhugsuninni.
Á eftir fórum við í búðir.
Og Asi valdi sér (og fékk) gallabuxur.
Þær fyrstu sem hann eignast.
Hann er þvílíkur gæi.
Þetta er bara eins og að vera í útlöndum.
sunnudagur, 20. júní 2010
Dagur tvö
Í dag var aftur sama blíðan.
Og svalirnar okkar snúa í suður.
Við systur byrjuðum því daginn á því að sóla okkur og lesa.
Strákarnir voru inni - en þeir deila ekki þessum sólaráhuga.
Við náðum líka að gera heilmikið af 'to do' listanum.
Og svalirnar okkar snúa í suður.
Við systur byrjuðum því daginn á því að sóla okkur og lesa.
Strákarnir voru inni - en þeir deila ekki þessum sólaráhuga.
Við náðum líka að gera heilmikið af 'to do' listanum.
- fara í sund
- kaupa Brynjuís
- skoða Nonnahús
- fara í jólahúsið
- og Vin
Og þar að auki fórum við á kaffihús.
En hér fæst þvílíkt góður frappi.
Kaffihús eru eiginlega skylda þegar maður er á ferðalagi.
Og svo bjuggum við til ææðislegt kjúklingasalat í kvöldmat.
Kvöldið var rólegt, enda partýdrengirnir á neðri hæðinni aðeins farnir að slappast.
Fleiri viskustykki
laugardagur, 19. júní 2010
Dagur eitt
Akureyri er frábær.
Hér er svo mikill hiti að maður þarf enga sól.
Í dag var hitinn um 20 stig - þó það væri skýjað.
Og maður fyllist þörf fyrir sumarkjóla og stuttföt.
Við löbbuðum göngugötuna í frábæru veðri, settumst á kaffihús og kíktum í búðir. Löbbuðum meira og fórum aftur á kaffihús.
Og í búðir.
Og í kvöld borðuðum við svo á Bautanum.
Þurftum að bíða aðeins eftir borði og sátum þá í sólinni á meðan strákarnir hlupu kirkjutröppurnar.
Vá ég gæti alveg vanist þessu.
Hér er svo mikill hiti að maður þarf enga sól.
Í dag var hitinn um 20 stig - þó það væri skýjað.
Og maður fyllist þörf fyrir sumarkjóla og stuttföt.
Við löbbuðum göngugötuna í frábæru veðri, settumst á kaffihús og kíktum í búðir. Löbbuðum meira og fórum aftur á kaffihús.
Og í búðir.
Og í kvöld borðuðum við svo á Bautanum.
Þurftum að bíða aðeins eftir borði og sátum þá í sólinni á meðan strákarnir hlupu kirkjutröppurnar.
Vá ég gæti alveg vanist þessu.
Sumar á Akureyri
Ferðin norður gekk vel.
Enda atvinnubílstjórar á ferð.
Við keyrðum alla leið í bullandi blíðu, 17-20 stig.
Og á ca. klukkutíma fresti stoppuðum við og teygðum úr okkur.
Að tilstuðlan strákanna var það í öllum tilfellum á N1 stöðvum - því þar söfnuðu þeir stimplum og fengu ýmislegt smálegt.
Við komum svo til Akureyrar klukkan 18:13 í gær.
(Timínn er algjörlega á hreinu því strákarnir voru með veðmál í gangi hvenær við yrðum looksins komin).
Eftir að hafa náð í lyklana fundum við íbúðina í Furulundi.
Fínasta íbúð.
Lítil.
En alveg akkúrat passleg fyrir okkur.
Þessi blokk er að mörgu leiti mjög spes.
Ég held að hér séu ekkert nema orlofsíbúðir.
Svo það var svaka stuð í alla nótt og partý í hverri íbúð fram undir morgun.
Ég sá svo á visir.is að á Akureyri hefðu verið óspektir og fyllerí og lögreglan hefði haft í nógu að snúast í nótt.
En við vorum samt ósköp róleg.
Enda atvinnubílstjórar á ferð.
Við keyrðum alla leið í bullandi blíðu, 17-20 stig.
Og á ca. klukkutíma fresti stoppuðum við og teygðum úr okkur.
Að tilstuðlan strákanna var það í öllum tilfellum á N1 stöðvum - því þar söfnuðu þeir stimplum og fengu ýmislegt smálegt.
Við komum svo til Akureyrar klukkan 18:13 í gær.
(Timínn er algjörlega á hreinu því strákarnir voru með veðmál í gangi hvenær við yrðum looksins komin).
Eftir að hafa náð í lyklana fundum við íbúðina í Furulundi.
Fínasta íbúð.
Lítil.
En alveg akkúrat passleg fyrir okkur.
Þessi blokk er að mörgu leiti mjög spes.
Ég held að hér séu ekkert nema orlofsíbúðir.
Svo það var svaka stuð í alla nótt og partý í hverri íbúð fram undir morgun.
Ég sá svo á visir.is að á Akureyri hefðu verið óspektir og fyllerí og lögreglan hefði haft í nógu að snúast í nótt.
En við vorum samt ósköp róleg.
föstudagur, 18. júní 2010
Akureyri
Söstrene Svene og synir eru á leið til Akureyrar.
Costa del Akureyri vel að merkja.
Við erum búnar að panta íbúð og fínasta veður.
Sól upp á hvern dag.
Costa del Akureyri vel að merkja.
Við erum búnar að panta íbúð og fínasta veður.
Sól upp á hvern dag.
fimmtudagur, 17. júní 2010
17. júní
Þjóðhátíðardagur.
Brúðkaupsdagur pabba og mömmu.
Skírnardagurinn minn.
Fínasta veður og tölvan mín komin í lag.
Hátíðahöld á Rútstúni - en af einhverri ástæðu langar mig ekki.
Skrítið.
Og hugurinn flögrar til seinasta árs
og ársins þar á undan.
Brúðkaupsdagur pabba og mömmu.
Skírnardagurinn minn.
Fínasta veður og tölvan mín komin í lag.
Hátíðahöld á Rútstúni - en af einhverri ástæðu langar mig ekki.
Skrítið.
Og hugurinn flögrar til seinasta árs
og ársins þar á undan.
miðvikudagur, 16. júní 2010
HM
Ég er ekki alveg að átta mig á öllum þessum fótbolta.
Og er alls ekki með á hreinu með hvaða liðum á að halda.
En þau lið sem ég vel eru alltaf á skjön við þau sem aðrir á heimilinu halda með.
Um daginn spiluðu til dæmis Danir og Hollendingar.
Og ég hélt með Dönum.
Að sjálfsögðu. Við norðurlandabúar og allt það.
Þegar Hollendingarnir unnu varð ég alveg miður mín.
En þó mest yfir fagnaðarlátum allra hinna á heimilinu.
Í dag áttu Svisslendingar og Spánverjar leik. (Sem ég reyndar horfði ekki á - en það er önnur saga).
Undanfarna 15 leiki (eða svo) hefur Spánn malað Sviss.
Mér fannst því frábært þegar dæmið snérist við og Svisslendingar unnu.
Sætur sigur.
Áfram Sviss.
Hélt að nú væru allir sammála mér.
En neibb óekki.
Veðmál í gangi útum allan bæ - og allir ægilega fúlir eftir að veðja á öruggu Spánverjana.
Og er alls ekki með á hreinu með hvaða liðum á að halda.
En þau lið sem ég vel eru alltaf á skjön við þau sem aðrir á heimilinu halda með.
Um daginn spiluðu til dæmis Danir og Hollendingar.
Og ég hélt með Dönum.
Að sjálfsögðu. Við norðurlandabúar og allt það.
Þegar Hollendingarnir unnu varð ég alveg miður mín.
En þó mest yfir fagnaðarlátum allra hinna á heimilinu.
Í dag áttu Svisslendingar og Spánverjar leik. (Sem ég reyndar horfði ekki á - en það er önnur saga).
Undanfarna 15 leiki (eða svo) hefur Spánn malað Sviss.
Mér fannst því frábært þegar dæmið snérist við og Svisslendingar unnu.
Sætur sigur.
Áfram Sviss.
Hélt að nú væru allir sammála mér.
En neibb óekki.
Veðmál í gangi útum allan bæ - og allir ægilega fúlir eftir að veðja á öruggu Spánverjana.
Í rigningu ég syng
Nei ég syng kannski ekki.
Það eru ýkjur.
En ég verð eiginlega að játa að mér finnst fínt að það skuli vera rigning í dag.
Það er nefnilega þúsund og einn hlutur sem ég er búin að plana hérna heima - sko inni.
Og ég hef gert sérstakan samning við sólina um að ef hún sýni sig þá ætli ég að vera úti og fylgjast með.
Núna er ég búin að lúslesa blöðin og drekka te í ómældu magni.
Næst á dagskránni eru saumavél, straujárn og efnisbútar.
Það eru ýkjur.
En ég verð eiginlega að játa að mér finnst fínt að það skuli vera rigning í dag.
Það er nefnilega þúsund og einn hlutur sem ég er búin að plana hérna heima - sko inni.
Og ég hef gert sérstakan samning við sólina um að ef hún sýni sig þá ætli ég að vera úti og fylgjast með.
Núna er ég búin að lúslesa blöðin og drekka te í ómældu magni.
Næst á dagskránni eru saumavél, straujárn og efnisbútar.
þriðjudagur, 15. júní 2010
Sumarfrí
Klukkan 13:15 í gær labbaði ég út úr skólanum og var komin í langþráð sumarfrí.
Jebbs.
Allt kemur þetta á endanum.
Þessi fyrsti dagur var skipulagður hverja mínútu.
Fyrst fór ég heim - og byrjaði á bókinni sem átti að ræða í prjónalesklúbbnum um kvöldið.
Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro
Mér fannst þetta frekar skrítin bók, svona í upphafi alla vegana, og er hrædd um að ég hefi gefist upp ef ég hefði álpast á hana svona ein og sjálf.
En svo reyndist þetta vera hin fínasta lesning.
Og ég mæli með henni.
Og alls ekki gefast upp þó fyrstu blaðsíðurnar séu skrítnar.
Í eftirmiðdaginn tók ég pásu, fyrir kaffihúsahitting.
Hitti gamla vinkonu sem mér finnst alltaf jafn gaman að hitta. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, flissum ýmist eins og smástelpur eða hlæjum stórkallalega.
Og þegar við kveðjumst endum við svo á að ákveða að hittast miklu miklu oftar - en af einhverri ástæðu rennur það samt alltaf út í sandinn.
En mikið rosalega er hún skynsöm og skemmtileg og hefur jákvæða sýn á lífið.
Svona vítamín á tveimur fótum.
Eftir kaffið fór ég aftur heim.
Ingó og Asi fóru á leik, stóri drengurinn í vinnuna og fröken B. var eitthvað að bardúsa.
Ég plantaði mér því í sófann með teppi og te innan seilingar og las.
Og las og las og las.
Korter yfir átta var ég búin með bókina - nákvæmlega korteri áður en klúbburinn byrjaði.
Ég var svo upprifin út af bókinni að ég steingleymdi að taka með mér handavinnu.
Og svo sátum við þarna fimm, drukkum hvítvín og borðuðum.
Spjölluðum og hlógum.
Áttum alveg fínasta kvöld.
Ah hvað er gott að vera komin í sumarfríi.
Jebbs.
Allt kemur þetta á endanum.
Þessi fyrsti dagur var skipulagður hverja mínútu.
Fyrst fór ég heim - og byrjaði á bókinni sem átti að ræða í prjónalesklúbbnum um kvöldið.
Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro
Mér fannst þetta frekar skrítin bók, svona í upphafi alla vegana, og er hrædd um að ég hefi gefist upp ef ég hefði álpast á hana svona ein og sjálf.
En svo reyndist þetta vera hin fínasta lesning.
Og ég mæli með henni.
Og alls ekki gefast upp þó fyrstu blaðsíðurnar séu skrítnar.
Í eftirmiðdaginn tók ég pásu, fyrir kaffihúsahitting.
Hitti gamla vinkonu sem mér finnst alltaf jafn gaman að hitta. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, flissum ýmist eins og smástelpur eða hlæjum stórkallalega.
Og þegar við kveðjumst endum við svo á að ákveða að hittast miklu miklu oftar - en af einhverri ástæðu rennur það samt alltaf út í sandinn.
En mikið rosalega er hún skynsöm og skemmtileg og hefur jákvæða sýn á lífið.
Svona vítamín á tveimur fótum.
Eftir kaffið fór ég aftur heim.
Ingó og Asi fóru á leik, stóri drengurinn í vinnuna og fröken B. var eitthvað að bardúsa.
Ég plantaði mér því í sófann með teppi og te innan seilingar og las.
Og las og las og las.
Korter yfir átta var ég búin með bókina - nákvæmlega korteri áður en klúbburinn byrjaði.
Ég var svo upprifin út af bókinni að ég steingleymdi að taka með mér handavinnu.
Og svo sátum við þarna fimm, drukkum hvítvín og borðuðum.
Spjölluðum og hlógum.
Áttum alveg fínasta kvöld.
Ah hvað er gott að vera komin í sumarfríi.
sunnudagur, 13. júní 2010
Handavinna pandavinna
Ég er nú dálítið að endurskrifa söguna og bæta inn í það sem vantar uppá vikulega handavinnusýningu.
Þessi viskustykki tilheyra sem sagt júnímánuði.
Ég sá frábæran möguleika á að nýta efni (í algjörlega ónothæfum lit) í viskustykki.
En úr þessu koma fínustu stykki - ég skal sko segja ykkur það.
Ég er ekkert voðalega nákvæm með það.
En mikið ægilega er ég ánægð með mig...
...og minnkandi lager.
Þessi viskustykki tilheyra sem sagt júnímánuði.
Ég sá frábæran möguleika á að nýta efni (í algjörlega ónothæfum lit) í viskustykki.
En úr þessu koma fínustu stykki - ég skal sko segja ykkur það.
Ég veit ekki hvort til er standardstærð á viskustykkjum en ef svo er þá myndi ég halda að það væri ca. 50 x 70 cm.
Stærðin á mínum fer dálítið eftir því hvað ég á mikið efni - hja það segir sig kannski sjálft.Ég er ekkert voðalega nákvæm með það.
En mikið ægilega er ég ánægð með mig...
...og minnkandi lager.
mánudagur, 7. júní 2010
Enn ein lopapeysan
Jæja þá er ég looooksins búin með þessa lopapeysu.
Hún er búin að taka þvílíkan tíma og valda mér erfiðleikum.
Ekki að ég viti hvers vegna - þetta er þriðja peysan í röð sem ég prjóna - í sömu stærð, með sömu prjónum og úr sams konar lopa og áður.
Ja munstrið er reyndar annað.
Kannski að það sé málið?
En einhvern veginn hefur allt verið öfugsnúið.
Hún er búin að taka þvílíkan tíma og valda mér erfiðleikum.
Ekki að ég viti hvers vegna - þetta er þriðja peysan í röð sem ég prjóna - í sömu stærð, með sömu prjónum og úr sams konar lopa og áður.
Ja munstrið er reyndar annað.
Kannski að það sé málið?
En einhvern veginn hefur allt verið öfugsnúið.
Munstrið var of stórt og það var flái í hálslíningunni.
Ég lét peysuna liggja í viku áður en ég nennti að rekja upp.
Næst var flái í heklaða kantinum - og eftir að hafa rakið upp hundrað sinnum (ja eða tvisvar) ákvað ég að láta slag standa og reyna að pressa fláann úr.
Best að það komi fram að það tókst ekki.
En þá var ég eiginlega búin að fá nóg - og peysan verður svona.
Búið basta.
Það hljóta að finnast einhver not fyrir svona galna peysu.
sunnudagur, 6. júní 2010
Blóm fyrir pabba og mömmu
Ég keypti blóm á leiðið hjá mömmu og pabba þegar ég fór til Hveragerðis um daginn.
Það var hins vegar ekki fyrr en núna í gær, nærri viku seinna, að við systur og Ingó, fórum upp í garð.
Með bílinn fullan af blómum, hönskum, skóflum og klórum - rétt eins og við værum bæjarvinnuflokkur á leið í alls herjar gróðursetningu.
Við stungum upp og hreinsuðum leiðin og settum svo niður margarítur, nellikur og sólboða.
Þetta var nú hálf rytjulegt á að líta en ég vona nú að blómin eigi eftir að taka við sér og skarta sínu fegursta í sumar.
Til öryggis skruppum við í dag til að vökva aftur.
Það er nokkuð ljóst að ef veðrið verður áfram svona frábært þá þurfa þær að vera nokkrar vökvunarferðirnar.
Það var hins vegar ekki fyrr en núna í gær, nærri viku seinna, að við systur og Ingó, fórum upp í garð.
Með bílinn fullan af blómum, hönskum, skóflum og klórum - rétt eins og við værum bæjarvinnuflokkur á leið í alls herjar gróðursetningu.
Við stungum upp og hreinsuðum leiðin og settum svo niður margarítur, nellikur og sólboða.
Þetta var nú hálf rytjulegt á að líta en ég vona nú að blómin eigi eftir að taka við sér og skarta sínu fegursta í sumar.
Til öryggis skruppum við í dag til að vökva aftur.
Það er nokkuð ljóst að ef veðrið verður áfram svona frábært þá þurfa þær að vera nokkrar vökvunarferðirnar.
föstudagur, 4. júní 2010
Vinna, vinna, frí
Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera þessa vikuna.
Ég er alveg á kafi í vinnunni, enda allt sem þarf að klárast fyrir sumarfrí.
Og það fer að styttast ...
Ég er alveg á kafi í vinnunni, enda allt sem þarf að klárast fyrir sumarfrí.
Og það fer að styttast ...
þriðjudagur, 1. júní 2010
Gróðursetning
Á sunnudag skrapp ég í blómaleiðangur með tveimur konum sem ég þekki.
Önnur þeirra þekkir konu sem á gróðrastöð í Hveragerði, og hjá henni hef ég áður keypt hin fínustu blóm í garðinn.
Já og í miklu magni.
Á meðan fóru Ingó, Asi og fröken B. fóru í skemmtigarðinn í Grafarvogi.
Við fórum í flottu veðri og eyddum góðum tíma í að skoða og velja.
Ég keypti nokkrar mismunandi sortir en endaði alltaf í að velja bleikan lit.
Ja reyndar smávegis hvítt með.
Ég keypti líka fullt af grænmeti. Alls konar káltegundir sem ég kann ekki að nefna - og eru nú komnar í mold.
Vá hvað þetta er spennandi.
Önnur þeirra þekkir konu sem á gróðrastöð í Hveragerði, og hjá henni hef ég áður keypt hin fínustu blóm í garðinn.
Já og í miklu magni.
Á meðan fóru Ingó, Asi og fröken B. fóru í skemmtigarðinn í Grafarvogi.
Við fórum í flottu veðri og eyddum góðum tíma í að skoða og velja.
Ég keypti nokkrar mismunandi sortir en endaði alltaf í að velja bleikan lit.
Ja reyndar smávegis hvítt með.
Ég keypti líka fullt af grænmeti. Alls konar káltegundir sem ég kann ekki að nefna - og eru nú komnar í mold.
Vá hvað þetta er spennandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)