fimmtudagur, 9. september 2010

Tekið til í ísskáp

Lítill gutti í skólanum tilkynnti mér í dag að það að henda mat væri að henda peningum.
Mikið rétt, og ég er alveg sammála honum.
Mér blöskrar stundum hvað maður hendir miklu.

Það þarf þó að vera til ákveðin útsjónarsemi og hugmyndaríki til að búa til nýja rétti sem eru ekkert líkir þeim upphaflegu.
Því hér á heimilinu eru ekki allir fylgjandi því að nýta afganga og borða sama matinn tvo daga í röð (ok stundum þrjá).

Og ég verð að játa að ég er ekkert voðalega snjöll í að dulbúa mat.
En kann þó nokkra rétti sem að nýtast vel í að klára úr ísskápnum.

Hrísgjrjónaafgangar eru gjarnan notaðir í grjónagraut fyrir Asa, sem er ekki enn búinn að fá nóg þó systkini hans séu búin að borða yfir sig af slíkum mat

Og það er óbrigðult að búa til tiltektarlasagna.
Í það getur farið ótrúlegasta hráefni.

Mitt uppáhald eru hins vegar bökur með alls konar innihaldi.
Afgöngum af kartöflum, lauk, grænmeti, áleggi - eða bara hverju sem er.

Í kvöld var afgangamatur.
Grjónagrautur, baka, salat og kjúklingavængir.
Mmm ljómandi gott.

Í svona eldamennsku slæðast mistök stundum inn á milli og eitthvað sem hefur verið geymt of lengi reynist ónýtt.
Silungurinn var til dæmist ekki borðaður.

Engin ummæli: