Ég hef lengi ætlað mér að sauma þunnan snúrupoka sem hægt er að taka með í ferðalög undir nærföt eða því um líkt.
Það er náttúrulega alveg ljóst að það er töluvert huggulegra að hafa slíkan fatnað á einum stað í töskunni frekar en dreifðan um hana alla.
Nú eða í plastpoka.
Ekki spurning.
Svo hér kemur fyrsta tilraun (já hann tókst ekki nógu vel þannig að ég geri fleiri æfingapoka).
En ég verð nú samt að játa að ég er ægilega ánægð með hann.
Til minnis.
Stærð 27x30 cm.
Til að bandið sé nógu langt til að þræða tvo hringi eftir að búið er að snúa það - þarf það að vera rúmlega 20 x breidd pokans.
Veit ekki alveg hvaða stærðfræðiformúla liggur þar að baki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli