mánudagur, 6. september 2010

Bjórvettlingar - tilraun

Fröken B. sýndi mér áðan ægilega sniðuga hugmynd áðan.

Þetta var bjórvettlingur.
Það er að segja vettlingur sem heldur höndunum heitum og bjórnum köldum.

'Geturðu ekki pikkað þetta upp', sagð'ún,
'vinkonur mínar væru allar til í að fá svona í jólagjöf'

Ég settist niður og skoðaði vettlinginn - en gat á engan hátt áttað mig á hvernig hann var búinn til.
Gúgglaði - fann uppskrift sem ég gat stuðst við - fann lopa og prjóna - kom mér fyrir í sófanum og byrjaði

Fröken B. gekkst inn á vinnubýtti - þar sem hún eldaði meðan ég prjónaði

Og nú er kominn prufuvettlingur.
Ekki fullkominn en ...
Ég þarf að gera fleiri - svona til að fínissera uppskriftina.

Engin ummæli: