laugardagur, 11. september 2010

Rigningardagar...

...eru oft ansi drjúgir.

Fyrst voru augnabliks yfirborðs þrif, svo bökuðum við skinkuhorn og svo ..
og svo átti ég daginn -bara fyrir mig.
Innidagur eins og þeir gerast bestir.
Ingó og Asi fóru í búðarleiðangur og við fröken B. áttum húsið einar.

Ég þurfti reyndar að skreppa örstutta stund í næsta hús til að fá lánaða saumavél - því ég hafði lánað mína.

Fröken B. las fyrir skólann en ég saumaði smá, las og saumaði meira.

Meðan ég var að venjast saumavélinni saumaði ég nálapúða

Ég þarf greinilega að átta mig betur á hvernig á að stilla vélina - sporið er óttalega skrítið og hræðilega ójafnt.

Þetta er pottþétt vélin. :-)

Engin ummæli: