Það er ekkert lítið sem hefur rignt í dag. Algjört skýfall.
Fröken B. kom áðan eftir að hafa hjólað úr skólanum - og það hefði mátt vinda hana.
Ég er heppin að geta bara verið inni að dunda mér.
Og hef setið við teppissaum frá því ég kom heim.
Fyrst settist ég við vélina og kláraði næstum að quilta - á bara eftir það sem maður reddar í lokin þegar teppið er eiginlega tilbúið.
Svo skar ég efni í bindingu - en eftir smá pælingart ákvað ég að hafa það úr svarta efninu.
Náði að sauma bindinguna á teppið - það er þann hluta sem er saumaður í vél.
Ég er rétt komin af stað með handsauminn - sem er bindingin á bakstykkinu.
Klára það á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli