Ég er búin með teppið.
Það er alveg tilbúið og algjörlega klárt, nema svona tvinnaspottar sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf og vaxa hér og þar.
Í teppið fóru efni af lagernum - nema ég þurfti að kaupa dálítð af svörtu lérefti.
Ég var fyrst að hugsa um að hafa bakstykkið svart og svo datt mér í hug að sauma saman stóra búta í mismunandi lit.
En þar sem þetta átti að vera kúruteppi þá ákvað ég að gera hvorugt og hafa bakefnið úr flóneli.
Það verður nú að viðurkennast að rautt flónel með krakkamyndum, sem var upphaflega keypt sem náttfataefni fyrir mörgum árum, er kannski ekkert voðalega smart eða í stíl við framhliðina.
En það er aukaatriði.
Kúruteppi þurfa að hafa mjúka bakhlið.
Ég sá það þegar teppið var tilbúið að ef ég hefði haft það örlítið stærra þá hefði það passað á rúmið hans Asa.
En hefði og hefði .. það þýðir ekkert að spá í það.
Næsta teppi verður haft pínu stærra.
Það er að minnsta kosti enn til nóg af efnum.
Til minnis.
stærð: 116x183 cm (45,5x72,5")
bindingin er skáband úr svarta léreftinu skorin í 2.5"
Vattið er þunnt - gerfi (mun þægilegra er að quilta bómullarvattið)
Munstrið heitir disappearing nine patch quilt og hér má sjá hvernig það er gert.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli