Í dag er þriðji september.
Afmælisdagur mömmu.
En hún hefði orðið sjötíu og þriggja ára.
Og eins og í fyrra ætlum við að halda upp á daginn ...gera eitthvað ...minnast hennar.
Meiningin er að fara saman út að borða - og við ætlum á sama stað og við fórum á fyrir þremur árum þegar hún varð sjötug.
Við þurftum reyndar að hugsa okkur svolítið um
- hvort við vildum fara þangað aftur
- því að sú máltíð tókst reyndar ekkert voðalega vel.
Kannski vegna þess að við kunnum ekki nógu vel að lesa í aðstæður eins og þær voru á þeim tíma.
Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.
Það er svo margt með hana sjálfa sem karakter og ýmislegt tengt veikindum hennar sem ég áttaði mig oft engan veginn á þegar við vorum föst í hringiðunni.
Mamma var alltaf sterk og hugrökk.
Það vissi ég svo sem alltaf.
En sundum vildi ég að hún hefði treyst okkur til að vera sterki aðilinn.
Hún var dugleg
og framkvæmdi ótrúlegustu hluti.
Samt var hún ekki þessi óhrædda týpa - frekar tókst á við hræðsluna í sér.
Hún prófaði ýmislegt og kom hlutum í verk - ég held að það megi kalla hana frumkvöðul
Hún kenndi, var í járnabindingum, ferðaðist, fór ein í nám til útlanda með þrjá unglingskrakka, rak verslun, prjónaði, saumaði, sinnti félagsstörfum auk hundrað annarra hluta sem ég tel ekki upp nú.
Hún hafði þær bestu hendur í heimi - og var aldeilis frábær nuddari.
Ég man að fótanuddið hennar var ææði.
Hún gat verið blíð og stundum hryssingsleg
en ég veit hún hefði vaðið eld fyrir okkur
Ég sakna hennar
Ég sakna hennar eins og hún var þegar hún var heilbrigð
en ég sakna líka stundanna sem við áttum eftir að hún var orðin veik.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli