Ég á þetta fína gróðurhús.
Það hefur reyndar aðeins látið á sjá eftir að Ingó fór í skógarhögg og braut rúður í leiðinni.
En það kemur kannski ekki að sök því vegna kóngulóarhræðslu minnar hefur húsið lítið verið notað.
Sem gróðurhús altsvo.
En hefur verið nýtt sem geymsla í staðinn.
Fyrir nokkrum árum (áður en kóngulær lögðu garð og gróðurhús undir sig) setti ég niður rós.
Og sum árin hefur hún blómstrað þessum fínu bleiku blómum.
Eins og þessi.
miðvikudagur, 15. september 2010
Kúruteppi
Ég er búin með teppið.
Það er alveg tilbúið og algjörlega klárt, nema svona tvinnaspottar sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf og vaxa hér og þar.
Í teppið fóru efni af lagernum - nema ég þurfti að kaupa dálítð af svörtu lérefti.
Ég var fyrst að hugsa um að hafa bakstykkið svart og svo datt mér í hug að sauma saman stóra búta í mismunandi lit.
En þar sem þetta átti að vera kúruteppi þá ákvað ég að gera hvorugt og hafa bakefnið úr flóneli.
Það verður nú að viðurkennast að rautt flónel með krakkamyndum, sem var upphaflega keypt sem náttfataefni fyrir mörgum árum, er kannski ekkert voðalega smart eða í stíl við framhliðina.
En það er aukaatriði.
Kúruteppi þurfa að hafa mjúka bakhlið.
Ég sá það þegar teppið var tilbúið að ef ég hefði haft það örlítið stærra þá hefði það passað á rúmið hans Asa.
En hefði og hefði .. það þýðir ekkert að spá í það.
Næsta teppi verður haft pínu stærra.
Það er að minnsta kosti enn til nóg af efnum.
Til minnis.
stærð: 116x183 cm (45,5x72,5")
bindingin er skáband úr svarta léreftinu skorin í 2.5"
Vattið er þunnt - gerfi (mun þægilegra er að quilta bómullarvattið)
Munstrið heitir disappearing nine patch quilt og hér má sjá hvernig það er gert.
Það er alveg tilbúið og algjörlega klárt, nema svona tvinnaspottar sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf og vaxa hér og þar.
Í teppið fóru efni af lagernum - nema ég þurfti að kaupa dálítð af svörtu lérefti.
Ég var fyrst að hugsa um að hafa bakstykkið svart og svo datt mér í hug að sauma saman stóra búta í mismunandi lit.
En þar sem þetta átti að vera kúruteppi þá ákvað ég að gera hvorugt og hafa bakefnið úr flóneli.
Það verður nú að viðurkennast að rautt flónel með krakkamyndum, sem var upphaflega keypt sem náttfataefni fyrir mörgum árum, er kannski ekkert voðalega smart eða í stíl við framhliðina.
En það er aukaatriði.
Kúruteppi þurfa að hafa mjúka bakhlið.
Ég sá það þegar teppið var tilbúið að ef ég hefði haft það örlítið stærra þá hefði það passað á rúmið hans Asa.
En hefði og hefði .. það þýðir ekkert að spá í það.
Næsta teppi verður haft pínu stærra.
Það er að minnsta kosti enn til nóg af efnum.
Til minnis.
stærð: 116x183 cm (45,5x72,5")
bindingin er skáband úr svarta léreftinu skorin í 2.5"
Vattið er þunnt - gerfi (mun þægilegra er að quilta bómullarvattið)
Munstrið heitir disappearing nine patch quilt og hér má sjá hvernig það er gert.
Haustlitir
Grænt er smám saman að verða gult og rautt.
Það er greinilega haust.
Andkaldir morgnar.
Sokkar og trefill.
Duglegt fólk
Krakkarnir mínir eru duglegir í eldhúsinu.
Nú eru Asi og fröken B. þar að búa til pítu.
Þau steikja hakk og skera niður grænmeti undir dúndrandi músik.
Þessar myndir eru reyndar ekki teknar núna - heldur um síðustu helgi.
Asi stefnir í að verða jafn duglegur og þau stóru en á laugardag bjó hann til músli og á sunnudag tók hann slátur með pabba sínum.
Það þarf enginn hafa áhyggjur sem býr með svona fólki.
þriðjudagur, 14. september 2010
Andvaka
Þó ég sé A-manneskja - og eigi gott með að vakna á morgnana - þá finnst mér eiginlega fullmikil nótt ennþá til að vera komin á stjá.
En ég er búin að vera glaðvakandi frá því klukkan fjögur.
Mér vitanlega er engin ástæða fyrir þessu sólarhringsrugli - en þegar ég vaknaði var ég að skipuleggja efni.
En ég er búin að vera glaðvakandi frá því klukkan fjögur.
Mér vitanlega er engin ástæða fyrir þessu sólarhringsrugli - en þegar ég vaknaði var ég að skipuleggja efni.
mánudagur, 13. september 2010
Þetta nuddast áfram
Það er ekkert lítið sem hefur rignt í dag. Algjört skýfall.
Fröken B. kom áðan eftir að hafa hjólað úr skólanum - og það hefði mátt vinda hana.
Ég er heppin að geta bara verið inni að dunda mér.
Og hef setið við teppissaum frá því ég kom heim.
Fyrst settist ég við vélina og kláraði næstum að quilta - á bara eftir það sem maður reddar í lokin þegar teppið er eiginlega tilbúið.
Svo skar ég efni í bindingu - en eftir smá pælingart ákvað ég að hafa það úr svarta efninu.
Náði að sauma bindinguna á teppið - það er þann hluta sem er saumaður í vél.
Ég er rétt komin af stað með handsauminn - sem er bindingin á bakstykkinu.
Klára það á morgun.
Fröken B. kom áðan eftir að hafa hjólað úr skólanum - og það hefði mátt vinda hana.
Ég er heppin að geta bara verið inni að dunda mér.
Og hef setið við teppissaum frá því ég kom heim.
Fyrst settist ég við vélina og kláraði næstum að quilta - á bara eftir það sem maður reddar í lokin þegar teppið er eiginlega tilbúið.
Svo skar ég efni í bindingu - en eftir smá pælingart ákvað ég að hafa það úr svarta efninu.
Náði að sauma bindinguna á teppið - það er þann hluta sem er saumaður í vél.
Ég er rétt komin af stað með handsauminn - sem er bindingin á bakstykkinu.
Klára það á morgun.
sunnudagur, 12. september 2010
Eldhúsverk og annað
Það er mikil aksjón í gangi.
Ingó og Asi eru í eldhúsinu.
Þeir eru að gera slátur úr afgangslifrunum frá því í vetur.
Fröken B. lét sig hverfa og sökkti sér í námsbækur..
...og ég er mjög upptekin að sauma.
Öll íbúðin ber þess merki hvað ég er upptekin.
Ég er búin að færa til húsgögnin í stofunni til að fá nógu stóran sléttan flöt, á borðstofuborðinu er skurðarhnífur og motta, straubrettinu er plantað á ganginn og efnisbútar og tvinnaafgangar eru út um alla íbúð.
Já og svo er ég búin að breiða úr mér í heilt herbergi með saumavélar og helstu fylgihluti.
En sem sagt efnisbútarnir eru að verða að teppi.
Framhliðin er alveg tilbúin og í þvottavélinni er flónelsefni sem ég ætla að nota í bakhliðina.
Spennandi.
Ingó og Asi eru í eldhúsinu.
Þeir eru að gera slátur úr afgangslifrunum frá því í vetur.
Fröken B. lét sig hverfa og sökkti sér í námsbækur..
...og ég er mjög upptekin að sauma.
Öll íbúðin ber þess merki hvað ég er upptekin.
Ég er búin að færa til húsgögnin í stofunni til að fá nógu stóran sléttan flöt, á borðstofuborðinu er skurðarhnífur og motta, straubrettinu er plantað á ganginn og efnisbútar og tvinnaafgangar eru út um alla íbúð.
Já og svo er ég búin að breiða úr mér í heilt herbergi með saumavélar og helstu fylgihluti.
En sem sagt efnisbútarnir eru að verða að teppi.
Framhliðin er alveg tilbúin og í þvottavélinni er flónelsefni sem ég ætla að nota í bakhliðina.
Spennandi.
laugardagur, 11. september 2010
Snúrupoki
Ég hef lengi ætlað mér að sauma þunnan snúrupoka sem hægt er að taka með í ferðalög undir nærföt eða því um líkt.
Það er náttúrulega alveg ljóst að það er töluvert huggulegra að hafa slíkan fatnað á einum stað í töskunni frekar en dreifðan um hana alla.
Nú eða í plastpoka.
Ekki spurning.
Svo hér kemur fyrsta tilraun (já hann tókst ekki nógu vel þannig að ég geri fleiri æfingapoka).
En ég verð nú samt að játa að ég er ægilega ánægð með hann.
Til minnis.
Stærð 27x30 cm.
Til að bandið sé nógu langt til að þræða tvo hringi eftir að búið er að snúa það - þarf það að vera rúmlega 20 x breidd pokans.
Veit ekki alveg hvaða stærðfræðiformúla liggur þar að baki.
Það er náttúrulega alveg ljóst að það er töluvert huggulegra að hafa slíkan fatnað á einum stað í töskunni frekar en dreifðan um hana alla.
Nú eða í plastpoka.
Ekki spurning.
Svo hér kemur fyrsta tilraun (já hann tókst ekki nógu vel þannig að ég geri fleiri æfingapoka).
En ég verð nú samt að játa að ég er ægilega ánægð með hann.
Til minnis.
Stærð 27x30 cm.
Til að bandið sé nógu langt til að þræða tvo hringi eftir að búið er að snúa það - þarf það að vera rúmlega 20 x breidd pokans.
Veit ekki alveg hvaða stærðfræðiformúla liggur þar að baki.
Rigningardagar...
...eru oft ansi drjúgir.
Ég þurfti reyndar að skreppa örstutta stund í næsta hús til að fá lánaða saumavél - því ég hafði lánað mína.
Fyrst voru augnabliks yfirborðs þrif, svo bökuðum við skinkuhorn og svo ..
og svo átti ég daginn -bara fyrir mig.
og svo átti ég daginn -bara fyrir mig.
Innidagur eins og þeir gerast bestir.
Ingó og Asi fóru í búðarleiðangur og við fröken B. áttum húsið einar.
Ég þurfti reyndar að skreppa örstutta stund í næsta hús til að fá lánaða saumavél - því ég hafði lánað mína.
Fröken B. las fyrir skólann en ég saumaði smá, las og saumaði meira.
Meðan ég var að venjast saumavélinni saumaði ég nálapúðaÉg þarf greinilega að átta mig betur á hvernig á að stilla vélina - sporið er óttalega skrítið og hræðilega ójafnt.
Þetta er pottþétt vélin. :-)
fimmtudagur, 9. september 2010
Einn enn
Tekið til í ísskáp
Lítill gutti í skólanum tilkynnti mér í dag að það að henda mat væri að henda peningum.
Mikið rétt, og ég er alveg sammála honum.
Mér blöskrar stundum hvað maður hendir miklu.
Það þarf þó að vera til ákveðin útsjónarsemi og hugmyndaríki til að búa til nýja rétti sem eru ekkert líkir þeim upphaflegu.
Því hér á heimilinu eru ekki allir fylgjandi því að nýta afganga og borða sama matinn tvo daga í röð (ok stundum þrjá).
Og ég verð að játa að ég er ekkert voðalega snjöll í að dulbúa mat.
En kann þó nokkra rétti sem að nýtast vel í að klára úr ísskápnum.
Hrísgjrjónaafgangar eru gjarnan notaðir í grjónagraut fyrir Asa, sem er ekki enn búinn að fá nóg þó systkini hans séu búin að borða yfir sig af slíkum mat
Og það er óbrigðult að búa til tiltektarlasagna.
Í það getur farið ótrúlegasta hráefni.
Mitt uppáhald eru hins vegar bökur með alls konar innihaldi.
Afgöngum af kartöflum, lauk, grænmeti, áleggi - eða bara hverju sem er.
Í kvöld var afgangamatur.
Grjónagrautur, baka, salat og kjúklingavængir.
Mmm ljómandi gott.
Í svona eldamennsku slæðast mistök stundum inn á milli og eitthvað sem hefur verið geymt of lengi reynist ónýtt.
Silungurinn var til dæmist ekki borðaður.
Mikið rétt, og ég er alveg sammála honum.
Mér blöskrar stundum hvað maður hendir miklu.
Það þarf þó að vera til ákveðin útsjónarsemi og hugmyndaríki til að búa til nýja rétti sem eru ekkert líkir þeim upphaflegu.
Því hér á heimilinu eru ekki allir fylgjandi því að nýta afganga og borða sama matinn tvo daga í röð (ok stundum þrjá).
Og ég verð að játa að ég er ekkert voðalega snjöll í að dulbúa mat.
En kann þó nokkra rétti sem að nýtast vel í að klára úr ísskápnum.
Hrísgjrjónaafgangar eru gjarnan notaðir í grjónagraut fyrir Asa, sem er ekki enn búinn að fá nóg þó systkini hans séu búin að borða yfir sig af slíkum mat
Og það er óbrigðult að búa til tiltektarlasagna.
Í það getur farið ótrúlegasta hráefni.
Mitt uppáhald eru hins vegar bökur með alls konar innihaldi.
Afgöngum af kartöflum, lauk, grænmeti, áleggi - eða bara hverju sem er.
Í kvöld var afgangamatur.
Grjónagrautur, baka, salat og kjúklingavængir.
Mmm ljómandi gott.
Í svona eldamennsku slæðast mistök stundum inn á milli og eitthvað sem hefur verið geymt of lengi reynist ónýtt.
Silungurinn var til dæmist ekki borðaður.
miðvikudagur, 8. september 2010
Tilraun tvö
mánudagur, 6. september 2010
Bjórvettlingar - tilraun
Fröken B. sýndi mér áðan ægilega sniðuga hugmynd áðan.
Þetta var bjórvettlingur.
Það er að segja vettlingur sem heldur höndunum heitum og bjórnum köldum.
'Geturðu ekki pikkað þetta upp', sagð'ún,
'vinkonur mínar væru allar til í að fá svona í jólagjöf'
Ég settist niður og skoðaði vettlinginn - en gat á engan hátt áttað mig á hvernig hann var búinn til.
Gúgglaði - fann uppskrift sem ég gat stuðst við - fann lopa og prjóna - kom mér fyrir í sófanum og byrjaði
Fröken B. gekkst inn á vinnubýtti - þar sem hún eldaði meðan ég prjónaði
Og nú er kominn prufuvettlingur.
Ekki fullkominn en ...
Ég þarf að gera fleiri - svona til að fínissera uppskriftina.
Þetta var bjórvettlingur.
Það er að segja vettlingur sem heldur höndunum heitum og bjórnum köldum.
'Geturðu ekki pikkað þetta upp', sagð'ún,
'vinkonur mínar væru allar til í að fá svona í jólagjöf'
Ég settist niður og skoðaði vettlinginn - en gat á engan hátt áttað mig á hvernig hann var búinn til.
Gúgglaði - fann uppskrift sem ég gat stuðst við - fann lopa og prjóna - kom mér fyrir í sófanum og byrjaði
Fröken B. gekkst inn á vinnubýtti - þar sem hún eldaði meðan ég prjónaði
Og nú er kominn prufuvettlingur.
Ekki fullkominn en ...
Ég þarf að gera fleiri - svona til að fínissera uppskriftina.
sunnudagur, 5. september 2010
Sunnudagsógleði
Í dag ætlaði ég að sauma þessi lifandis ósköp.
Og klára teppið sem ég byrjaði á fyrir einhverju síðan.
Síðan þessi mynd var tekin er ég búin að sauma alla búta saman - og var rétt að byrja á að hugsa hvernig kanturinn utanum ætti að vera.
En það er í mér einhver lumpa.
Beinverkir og ógleði.
Og það eina sem hægt er að gera í þeirri stöðu er að skella sér aftur í lárétta - og vona að bíórásin bjóði upp á eitthvað almennilegt.
Og klára teppið sem ég byrjaði á fyrir einhverju síðan.
Síðan þessi mynd var tekin er ég búin að sauma alla búta saman - og var rétt að byrja á að hugsa hvernig kanturinn utanum ætti að vera.
En það er í mér einhver lumpa.
Beinverkir og ógleði.
Og það eina sem hægt er að gera í þeirri stöðu er að skella sér aftur í lárétta - og vona að bíórásin bjóði upp á eitthvað almennilegt.
laugardagur, 4. september 2010
Út að borða
Í gær fórum við á Hereford-steikhús.
Í afmælismáltíð - þar sem afmælisbarnið var reyndar fjarverandi - nema í hugum okkar.
Þetta var ekkert smá flott.
Við fengum borð á besta stað við glugga með útsýni yfir Laugaveg.
Í salnum var slatti af fólki en þó var ekki troðfullt.
Og ljúf tónlist í bakgrunni var ekki svo yfirþyrmandi að við gætum ekki talað.
Og við töluðum
og töluðum
og hlógum líka
og skáluðum í tilefni dagsins
Maturinn var góður - þjónustan til fyrimyndar og fólkið var frábært.
Ég segi bara takk fyrir gott kvöld mín kæru.
Í afmælismáltíð - þar sem afmælisbarnið var reyndar fjarverandi - nema í hugum okkar.
Þetta var ekkert smá flott.
Við fengum borð á besta stað við glugga með útsýni yfir Laugaveg.
Í salnum var slatti af fólki en þó var ekki troðfullt.
Og ljúf tónlist í bakgrunni var ekki svo yfirþyrmandi að við gætum ekki talað.
Og við töluðum
og töluðum
og hlógum líka
og skáluðum í tilefni dagsins
Maturinn var góður - þjónustan til fyrimyndar og fólkið var frábært.
Ég segi bara takk fyrir gott kvöld mín kæru.
Laugardagur
Það rignir - og það er rok.
Og það er gott að vera hér inni í notalegheitum.
Skoða blog, lesa, prjóna eða bara eitthvað allt annað.
Með engin plön og engar skyldur.
Og það er gott að vera hér inni í notalegheitum.
Skoða blog, lesa, prjóna eða bara eitthvað allt annað.
Með engin plön og engar skyldur.
föstudagur, 3. september 2010
Mamma
Í dag er þriðji september.
Afmælisdagur mömmu.
En hún hefði orðið sjötíu og þriggja ára.
Og eins og í fyrra ætlum við að halda upp á daginn ...gera eitthvað ...minnast hennar.
Meiningin er að fara saman út að borða - og við ætlum á sama stað og við fórum á fyrir þremur árum þegar hún varð sjötug.
Við þurftum reyndar að hugsa okkur svolítið um
- hvort við vildum fara þangað aftur
- því að sú máltíð tókst reyndar ekkert voðalega vel.
Kannski vegna þess að við kunnum ekki nógu vel að lesa í aðstæður eins og þær voru á þeim tíma.
Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.
Það er svo margt með hana sjálfa sem karakter og ýmislegt tengt veikindum hennar sem ég áttaði mig oft engan veginn á þegar við vorum föst í hringiðunni.
Mamma var alltaf sterk og hugrökk.
Það vissi ég svo sem alltaf.
En sundum vildi ég að hún hefði treyst okkur til að vera sterki aðilinn.
Hún var dugleg
og framkvæmdi ótrúlegustu hluti.
Samt var hún ekki þessi óhrædda týpa - frekar tókst á við hræðsluna í sér.
Hún prófaði ýmislegt og kom hlutum í verk - ég held að það megi kalla hana frumkvöðul
Hún kenndi, var í járnabindingum, ferðaðist, fór ein í nám til útlanda með þrjá unglingskrakka, rak verslun, prjónaði, saumaði, sinnti félagsstörfum auk hundrað annarra hluta sem ég tel ekki upp nú.
Hún hafði þær bestu hendur í heimi - og var aldeilis frábær nuddari.
Ég man að fótanuddið hennar var ææði.
Hún gat verið blíð og stundum hryssingsleg
en ég veit hún hefði vaðið eld fyrir okkur
Ég sakna hennar
Ég sakna hennar eins og hún var þegar hún var heilbrigð
en ég sakna líka stundanna sem við áttum eftir að hún var orðin veik.
Afmælisdagur mömmu.
En hún hefði orðið sjötíu og þriggja ára.
Og eins og í fyrra ætlum við að halda upp á daginn ...gera eitthvað ...minnast hennar.
Meiningin er að fara saman út að borða - og við ætlum á sama stað og við fórum á fyrir þremur árum þegar hún varð sjötug.
Við þurftum reyndar að hugsa okkur svolítið um
- hvort við vildum fara þangað aftur
- því að sú máltíð tókst reyndar ekkert voðalega vel.
Kannski vegna þess að við kunnum ekki nógu vel að lesa í aðstæður eins og þær voru á þeim tíma.
Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.
Það er svo margt með hana sjálfa sem karakter og ýmislegt tengt veikindum hennar sem ég áttaði mig oft engan veginn á þegar við vorum föst í hringiðunni.
Mamma var alltaf sterk og hugrökk.
Það vissi ég svo sem alltaf.
En sundum vildi ég að hún hefði treyst okkur til að vera sterki aðilinn.
Hún var dugleg
og framkvæmdi ótrúlegustu hluti.
Samt var hún ekki þessi óhrædda týpa - frekar tókst á við hræðsluna í sér.
Hún prófaði ýmislegt og kom hlutum í verk - ég held að það megi kalla hana frumkvöðul
Hún kenndi, var í járnabindingum, ferðaðist, fór ein í nám til útlanda með þrjá unglingskrakka, rak verslun, prjónaði, saumaði, sinnti félagsstörfum auk hundrað annarra hluta sem ég tel ekki upp nú.
Hún hafði þær bestu hendur í heimi - og var aldeilis frábær nuddari.
Ég man að fótanuddið hennar var ææði.
Hún gat verið blíð og stundum hryssingsleg
en ég veit hún hefði vaðið eld fyrir okkur
Ég sakna hennar
Ég sakna hennar eins og hún var þegar hún var heilbrigð
en ég sakna líka stundanna sem við áttum eftir að hún var orðin veik.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)