Undanfarið hef ég ekki skrifað stafkrók á þetta blog.
Svo sem eins og sést.
Ég hef nú samt verið heilmikið að bardúsa.
Svolítið skemmtilegt sem tók allan minn tíma - og allar mínar hugsanir.
(Ég viðurkenni það hér og nú að ég er ekkert voðalega góð í að 'múltitaska')
En mér datt sem sagt í hug að skella mér í garninnflutning.
Og reyna að láta áhugamálið borga sig - frekar en að vera sífellt að borga með því.
Þið vitið eins og fíklarnir sem selja til að fjármagna eigin neyslu.
Ég fann garnið í vor, en það tók nokkrar tilraunir að finna rétta garnsalann.
Ja eða spunaverksmiðjuna svo ég sé nú nákvæm.
Eftir bréfaskriftir, símhringingar og dágóðan skammt af þolinmæði er garnið loksins komið í hús.
Og það er baaara flott.
Og ég hef prjónað prufur af ýmsum stærðum og gerðum.
Og legið yfir hugmyndum hvað garnið eigi að heita, og reynt að láta mér detta í hug hvernig ég eigi að koma því í sölu.
Fyrst sýndi ég það í vinnunni
svo fór ég með það í saumaklúbb
og nú er ég búin að opna nýja blogsíðu (ætli ég verði ekki að auglýsa hana á Facebook)
Ef þið viljið kíkja þá heitir nýja síðan Textíl -garn og er á blogger.
Ég er samt ekkert endilega hætt með þessa síðu.
Mér finnst nefnilega ágætt að geta sett hér inn handavinnuna mína og annað sem mér dettur í hug.
Ég er til dæmis með heilan bunka af handavinnu sem ég á eftir að skrifa um.
Einmitt það
miðvikudagur, 27. október 2010
fimmtudagur, 16. september 2010
Rósir
Ég á þetta fína gróðurhús.
Það hefur reyndar aðeins látið á sjá eftir að Ingó fór í skógarhögg og braut rúður í leiðinni.
En það kemur kannski ekki að sök því vegna kóngulóarhræðslu minnar hefur húsið lítið verið notað.
Sem gróðurhús altsvo.
En hefur verið nýtt sem geymsla í staðinn.
Fyrir nokkrum árum (áður en kóngulær lögðu garð og gróðurhús undir sig) setti ég niður rós.
Og sum árin hefur hún blómstrað þessum fínu bleiku blómum.
Eins og þessi.
Það hefur reyndar aðeins látið á sjá eftir að Ingó fór í skógarhögg og braut rúður í leiðinni.
En það kemur kannski ekki að sök því vegna kóngulóarhræðslu minnar hefur húsið lítið verið notað.
Sem gróðurhús altsvo.
En hefur verið nýtt sem geymsla í staðinn.
Fyrir nokkrum árum (áður en kóngulær lögðu garð og gróðurhús undir sig) setti ég niður rós.
Og sum árin hefur hún blómstrað þessum fínu bleiku blómum.
Eins og þessi.
miðvikudagur, 15. september 2010
Kúruteppi
Ég er búin með teppið.
Það er alveg tilbúið og algjörlega klárt, nema svona tvinnaspottar sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf og vaxa hér og þar.
Í teppið fóru efni af lagernum - nema ég þurfti að kaupa dálítð af svörtu lérefti.
Ég var fyrst að hugsa um að hafa bakstykkið svart og svo datt mér í hug að sauma saman stóra búta í mismunandi lit.
En þar sem þetta átti að vera kúruteppi þá ákvað ég að gera hvorugt og hafa bakefnið úr flóneli.
Það verður nú að viðurkennast að rautt flónel með krakkamyndum, sem var upphaflega keypt sem náttfataefni fyrir mörgum árum, er kannski ekkert voðalega smart eða í stíl við framhliðina.
En það er aukaatriði.
Kúruteppi þurfa að hafa mjúka bakhlið.
Ég sá það þegar teppið var tilbúið að ef ég hefði haft það örlítið stærra þá hefði það passað á rúmið hans Asa.
En hefði og hefði .. það þýðir ekkert að spá í það.
Næsta teppi verður haft pínu stærra.
Það er að minnsta kosti enn til nóg af efnum.
Til minnis.
stærð: 116x183 cm (45,5x72,5")
bindingin er skáband úr svarta léreftinu skorin í 2.5"
Vattið er þunnt - gerfi (mun þægilegra er að quilta bómullarvattið)
Munstrið heitir disappearing nine patch quilt og hér má sjá hvernig það er gert.
Það er alveg tilbúið og algjörlega klárt, nema svona tvinnaspottar sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf og vaxa hér og þar.
Í teppið fóru efni af lagernum - nema ég þurfti að kaupa dálítð af svörtu lérefti.
Ég var fyrst að hugsa um að hafa bakstykkið svart og svo datt mér í hug að sauma saman stóra búta í mismunandi lit.
En þar sem þetta átti að vera kúruteppi þá ákvað ég að gera hvorugt og hafa bakefnið úr flóneli.
Það verður nú að viðurkennast að rautt flónel með krakkamyndum, sem var upphaflega keypt sem náttfataefni fyrir mörgum árum, er kannski ekkert voðalega smart eða í stíl við framhliðina.
En það er aukaatriði.
Kúruteppi þurfa að hafa mjúka bakhlið.
Ég sá það þegar teppið var tilbúið að ef ég hefði haft það örlítið stærra þá hefði það passað á rúmið hans Asa.
En hefði og hefði .. það þýðir ekkert að spá í það.
Næsta teppi verður haft pínu stærra.
Það er að minnsta kosti enn til nóg af efnum.
Til minnis.
stærð: 116x183 cm (45,5x72,5")
bindingin er skáband úr svarta léreftinu skorin í 2.5"
Vattið er þunnt - gerfi (mun þægilegra er að quilta bómullarvattið)
Munstrið heitir disappearing nine patch quilt og hér má sjá hvernig það er gert.
Haustlitir
Grænt er smám saman að verða gult og rautt.
Það er greinilega haust.
Andkaldir morgnar.
Sokkar og trefill.
Duglegt fólk
Krakkarnir mínir eru duglegir í eldhúsinu.
Nú eru Asi og fröken B. þar að búa til pítu.
Þau steikja hakk og skera niður grænmeti undir dúndrandi músik.
Þessar myndir eru reyndar ekki teknar núna - heldur um síðustu helgi.
Asi stefnir í að verða jafn duglegur og þau stóru en á laugardag bjó hann til músli og á sunnudag tók hann slátur með pabba sínum.
Það þarf enginn hafa áhyggjur sem býr með svona fólki.
þriðjudagur, 14. september 2010
Andvaka
Þó ég sé A-manneskja - og eigi gott með að vakna á morgnana - þá finnst mér eiginlega fullmikil nótt ennþá til að vera komin á stjá.
En ég er búin að vera glaðvakandi frá því klukkan fjögur.
Mér vitanlega er engin ástæða fyrir þessu sólarhringsrugli - en þegar ég vaknaði var ég að skipuleggja efni.
En ég er búin að vera glaðvakandi frá því klukkan fjögur.
Mér vitanlega er engin ástæða fyrir þessu sólarhringsrugli - en þegar ég vaknaði var ég að skipuleggja efni.
mánudagur, 13. september 2010
Þetta nuddast áfram
Það er ekkert lítið sem hefur rignt í dag. Algjört skýfall.
Fröken B. kom áðan eftir að hafa hjólað úr skólanum - og það hefði mátt vinda hana.
Ég er heppin að geta bara verið inni að dunda mér.
Og hef setið við teppissaum frá því ég kom heim.
Fyrst settist ég við vélina og kláraði næstum að quilta - á bara eftir það sem maður reddar í lokin þegar teppið er eiginlega tilbúið.
Svo skar ég efni í bindingu - en eftir smá pælingart ákvað ég að hafa það úr svarta efninu.
Náði að sauma bindinguna á teppið - það er þann hluta sem er saumaður í vél.
Ég er rétt komin af stað með handsauminn - sem er bindingin á bakstykkinu.
Klára það á morgun.
Fröken B. kom áðan eftir að hafa hjólað úr skólanum - og það hefði mátt vinda hana.
Ég er heppin að geta bara verið inni að dunda mér.
Og hef setið við teppissaum frá því ég kom heim.
Fyrst settist ég við vélina og kláraði næstum að quilta - á bara eftir það sem maður reddar í lokin þegar teppið er eiginlega tilbúið.
Svo skar ég efni í bindingu - en eftir smá pælingart ákvað ég að hafa það úr svarta efninu.
Náði að sauma bindinguna á teppið - það er þann hluta sem er saumaður í vél.
Ég er rétt komin af stað með handsauminn - sem er bindingin á bakstykkinu.
Klára það á morgun.
sunnudagur, 12. september 2010
Eldhúsverk og annað
Það er mikil aksjón í gangi.
Ingó og Asi eru í eldhúsinu.
Þeir eru að gera slátur úr afgangslifrunum frá því í vetur.
Fröken B. lét sig hverfa og sökkti sér í námsbækur..
...og ég er mjög upptekin að sauma.
Öll íbúðin ber þess merki hvað ég er upptekin.
Ég er búin að færa til húsgögnin í stofunni til að fá nógu stóran sléttan flöt, á borðstofuborðinu er skurðarhnífur og motta, straubrettinu er plantað á ganginn og efnisbútar og tvinnaafgangar eru út um alla íbúð.
Já og svo er ég búin að breiða úr mér í heilt herbergi með saumavélar og helstu fylgihluti.
En sem sagt efnisbútarnir eru að verða að teppi.
Framhliðin er alveg tilbúin og í þvottavélinni er flónelsefni sem ég ætla að nota í bakhliðina.
Spennandi.
Ingó og Asi eru í eldhúsinu.
Þeir eru að gera slátur úr afgangslifrunum frá því í vetur.
Fröken B. lét sig hverfa og sökkti sér í námsbækur..
...og ég er mjög upptekin að sauma.
Öll íbúðin ber þess merki hvað ég er upptekin.
Ég er búin að færa til húsgögnin í stofunni til að fá nógu stóran sléttan flöt, á borðstofuborðinu er skurðarhnífur og motta, straubrettinu er plantað á ganginn og efnisbútar og tvinnaafgangar eru út um alla íbúð.
Já og svo er ég búin að breiða úr mér í heilt herbergi með saumavélar og helstu fylgihluti.
En sem sagt efnisbútarnir eru að verða að teppi.
Framhliðin er alveg tilbúin og í þvottavélinni er flónelsefni sem ég ætla að nota í bakhliðina.
Spennandi.
laugardagur, 11. september 2010
Snúrupoki
Ég hef lengi ætlað mér að sauma þunnan snúrupoka sem hægt er að taka með í ferðalög undir nærföt eða því um líkt.
Það er náttúrulega alveg ljóst að það er töluvert huggulegra að hafa slíkan fatnað á einum stað í töskunni frekar en dreifðan um hana alla.
Nú eða í plastpoka.
Ekki spurning.
Svo hér kemur fyrsta tilraun (já hann tókst ekki nógu vel þannig að ég geri fleiri æfingapoka).
En ég verð nú samt að játa að ég er ægilega ánægð með hann.
Til minnis.
Stærð 27x30 cm.
Til að bandið sé nógu langt til að þræða tvo hringi eftir að búið er að snúa það - þarf það að vera rúmlega 20 x breidd pokans.
Veit ekki alveg hvaða stærðfræðiformúla liggur þar að baki.
Það er náttúrulega alveg ljóst að það er töluvert huggulegra að hafa slíkan fatnað á einum stað í töskunni frekar en dreifðan um hana alla.
Nú eða í plastpoka.
Ekki spurning.
Svo hér kemur fyrsta tilraun (já hann tókst ekki nógu vel þannig að ég geri fleiri æfingapoka).
En ég verð nú samt að játa að ég er ægilega ánægð með hann.
Til minnis.
Stærð 27x30 cm.
Til að bandið sé nógu langt til að þræða tvo hringi eftir að búið er að snúa það - þarf það að vera rúmlega 20 x breidd pokans.
Veit ekki alveg hvaða stærðfræðiformúla liggur þar að baki.
Rigningardagar...
...eru oft ansi drjúgir.
Ég þurfti reyndar að skreppa örstutta stund í næsta hús til að fá lánaða saumavél - því ég hafði lánað mína.
Fyrst voru augnabliks yfirborðs þrif, svo bökuðum við skinkuhorn og svo ..
og svo átti ég daginn -bara fyrir mig.
og svo átti ég daginn -bara fyrir mig.
Innidagur eins og þeir gerast bestir.
Ingó og Asi fóru í búðarleiðangur og við fröken B. áttum húsið einar.
Ég þurfti reyndar að skreppa örstutta stund í næsta hús til að fá lánaða saumavél - því ég hafði lánað mína.
Fröken B. las fyrir skólann en ég saumaði smá, las og saumaði meira.
Meðan ég var að venjast saumavélinni saumaði ég nálapúðaÉg þarf greinilega að átta mig betur á hvernig á að stilla vélina - sporið er óttalega skrítið og hræðilega ójafnt.
Þetta er pottþétt vélin. :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)