Undanfarið hef ég ekki skrifað stafkrók á þetta blog.
Svo sem eins og sést.
Ég hef nú samt verið heilmikið að bardúsa.
Svolítið skemmtilegt sem tók allan minn tíma - og allar mínar hugsanir.
(Ég viðurkenni það hér og nú að ég er ekkert voðalega góð í að 'múltitaska')
En mér datt sem sagt í hug að skella mér í garninnflutning.
Og reyna að láta áhugamálið borga sig - frekar en að vera sífellt að borga með því.
Þið vitið eins og fíklarnir sem selja til að fjármagna eigin neyslu.
Ég fann garnið í vor, en það tók nokkrar tilraunir að finna rétta garnsalann.
Ja eða spunaverksmiðjuna svo ég sé nú nákvæm.
Eftir bréfaskriftir, símhringingar og dágóðan skammt af þolinmæði er garnið loksins komið í hús.
Og það er baaara flott.
Og ég hef prjónað prufur af ýmsum stærðum og gerðum.
Og legið yfir hugmyndum hvað garnið eigi að heita, og reynt að láta mér detta í hug hvernig ég eigi að koma því í sölu.
Fyrst sýndi ég það í vinnunni
svo fór ég með það í saumaklúbb
og nú er ég búin að opna nýja blogsíðu (ætli ég verði ekki að auglýsa hana á Facebook)
Ef þið viljið kíkja þá heitir nýja síðan Textíl -garn og er á blogger.
Ég er samt ekkert endilega hætt með þessa síðu.
Mér finnst nefnilega ágætt að geta sett hér inn handavinnuna mína og annað sem mér dettur í hug.
Ég er til dæmis með heilan bunka af handavinnu sem ég á eftir að skrifa um.
1 ummæli:
Hey I know this iѕ off toρic but I was wonԁeгing if you κnew оf anу
widgetѕ I could add to my blog that automatіcаlly tweet my newest twitter
updates. I've been looking for a plug-in like this for quite some time and was hoping maybe you would have some experience with something like this. Please let me know if you run into anything. I truly enjoy reading your blog and I look forward to your new updates.
Look into my blog post :: hgc drops
Also see my web site: hcg solution
Skrifa ummæli