Það er svona sem mér líður núna
fimmtudagur, 31. desember 2009
laugardagur, 5. desember 2009
Fyrir ferdalög
Í gamla daga þurfti bara ad muna eftir passa, farmiða og visa tegar farið var til útlanda - annað var bonus. Nú eru gleraugu og lyf jafn nauðsynleg.
mánudagur, 30. nóvember 2009
Að njóta þess sem maður hefur
Blaðið (sem ekki má nefna) lá opið á síðunum með dánartilkynningum.
Af hverju deyja margir svona ungir? spurði sonurinn.
Hja, sagði ég...
...sko það er bara þannig og maður ræður engu þar um. Sumir fá mikinn tíma og aðrir minni. Þess vegna er svo mikilvægt að njóta þess sem maður hefur og vera ánægður með það, sagði ég og fannst ég ótrúlega góð í að útskýra flókin mál.
Huh, sagði sonurinn hneykslaður. Eins og maður geti alltaf verið í útlöndum.
Af hverju deyja margir svona ungir? spurði sonurinn.
Hja, sagði ég...
...sko það er bara þannig og maður ræður engu þar um. Sumir fá mikinn tíma og aðrir minni. Þess vegna er svo mikilvægt að njóta þess sem maður hefur og vera ánægður með það, sagði ég og fannst ég ótrúlega góð í að útskýra flókin mál.
Huh, sagði sonurinn hneykslaður. Eins og maður geti alltaf verið í útlöndum.
þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Eigum við ekki að hætta að gefa jólagjafir
spurði hún.
Ha sagði ég.
Ja sko þetta er svo mikið vandamál á hverju ári... stress... dýrt - allt í veseni sagði hún.
Ja auðvitað - bara eins og þú vilt sagði ég - hvað er annað hægt að segja þegar einhver bara vill alls ekki gefa manni jólagjöf. Plís plís gefðu mér gjöf.
Ég meina það eru nú takmörk fyrir því hvað maður getur þvingað fólk.
Ha sagði ég.
Ja sko þetta er svo mikið vandamál á hverju ári... stress... dýrt - allt í veseni sagði hún.
Ja auðvitað - bara eins og þú vilt sagði ég - hvað er annað hægt að segja þegar einhver bara vill alls ekki gefa manni jólagjöf. Plís plís gefðu mér gjöf.
Ég meina það eru nú takmörk fyrir því hvað maður getur þvingað fólk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)