Ætlaði að gera milljón hluti í dag. Gerði tvo.
Fór í afmæliskaffi (sem var partur af skipulaginu) og svo upp á bráðavakt með mömmu (sem var alls ekki á planinu).
Sat þar í rólegheitum og algjöru tímaleysi og fann hvernig jólastressið einhvern veginn laumaðist í burtu og maður komst í stikkfrí ástand.
Skrítið.
laugardagur, 22. desember 2007
Nýstúdent.
Stóran mín varð stúdent á 20. desember. Vá hvað ég er montin af henni.
Hún er ekki alveg búin að ákveða hvað hún ætlar að gera næst. Kannski út í lönd að læra tungumál, kannski í lýðháskóla og kannski...
...kannski hún vinni bara áfram í sjoppunni.
Hún er ekki alveg búin að ákveða hvað hún ætlar að gera næst. Kannski út í lönd að læra tungumál, kannski í lýðháskóla og kannski...
...kannski hún vinni bara áfram í sjoppunni.
mánudagur, 17. desember 2007
Jólaseríukaup
Fór í Garðheima í gær.
Sá fyndinn mann sem flækti sig í jólaseríunum sem héngu niður úr loftinu. Það tísti í mér þar til hann snéri sér við og ég áttaði mig á því að þetta var maðurinn minn.
Sá fyndinn mann sem flækti sig í jólaseríunum sem héngu niður úr loftinu. Það tísti í mér þar til hann snéri sér við og ég áttaði mig á því að þetta var maðurinn minn.
London, flensa og bruni
Á seinustu tveimur vikum hef ég spókað mig í London, fengið flensuskít og slökkt eld í stofunni. Af þessu þrennu var ég ánægðust með London.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)