laugardagur, 22. desember 2007

Skipulag og stress

Ætlaði að gera milljón hluti í dag. Gerði tvo.
Fór í afmæliskaffi (sem var partur af skipulaginu) og svo upp á bráðavakt með mömmu (sem var alls ekki á planinu).
Sat þar í rólegheitum og algjöru tímaleysi og fann hvernig jólastressið einhvern veginn laumaðist í burtu og maður komst í stikkfrí ástand.
Skrítið.

Nýstúdent.

Stóran mín varð stúdent á 20. desember. Vá hvað ég er montin af henni.
Hún er ekki alveg búin að ákveða hvað hún ætlar að gera næst. Kannski út í lönd að læra tungumál, kannski í lýðháskóla og kannski...
...kannski hún vinni bara áfram í sjoppunni.

mánudagur, 17. desember 2007

Jólaseríukaup

Fór í Garðheima í gær.
Sá fyndinn mann sem flækti sig í jólaseríunum sem héngu niður úr loftinu. Það tísti í mér þar til hann snéri sér við og ég áttaði mig á því að þetta var maðurinn minn.

London, flensa og bruni

Á seinustu tveimur vikum hef ég spókað mig í London, fengið flensuskít og slökkt eld í stofunni. Af þessu þrennu var ég ánægðust með London.

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Sól í Barcelona

Það er búið að vera sama skítaveðrið í Barcelona alla vikuna.
Sól og 20 stiga hiti.

mánudagur, 5. nóvember 2007

Pabbi og mamma

-mamma þegar pabbi er ekki heima þá þurfum við öll að hjálpast að ..
-jamm
-því þegar hann er heima þá gerir hann allt því þú ert alltaf að vinna

hmm þetta hljómar einhvern veginn allt öðruvísi þegar ég segi þetta

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Engum háður

Það var einu sinni kona sem var sjálfstæð, dugleg og engum háð.
Svo fór maðurinn hennar til útlanda.

miðvikudagur, 31. október 2007

Er þetta smitandi?

Systir 1: .. svo rétti hún fram .. hvað heitir það aftur ..ristin ofan á hendinni?
Systir 2: .. handarbak?
Systir 1: já handarbakið

nokkrum mínútum seinna

Systir 2: ..æji þú veist hérna... hælajárnið
Systir 1: hælajárn? ertu að meina skóhorn
Systir 2: hm já skóhornið

og svo höfum við áhyggjur af M

mánudagur, 22. október 2007

Fyrsti pósturinn

Merkilegt hvað maður getur látið hlutina dragast. Meðgöngutími þessarar síðu er eitt ár ..eða eru þau tvö